Færsluflokkur: Bloggar

Herrakvöld

Fór á herrakvöld Fylkis í gær. Fyrsta skipti þó ég hafi búið í Árbænum í 20 ár og skemmti mér bara vel.     Þarna voru um 800 kallar að skemmta sér meðal vina og kunningja. Heil hjörð af borgarstjórum og mörgum borgarfulltrúum. Hefur víst ekki veit af að slaka á eftir fjörið síðust daga og gleðjast yfir góðum mat og glasi af öli. Var hálf þunnur í morgun (eftir 3 bjóra) sagði konunni að ég væri hættur að drekka. Yrði þunnur án þess að verða fullur.Er brattari núna og er sennilega ekki alveg hættur, verð sennilega að æfa mig bara meira,miðað við veisluhöld framundan ætti það ekki að vera vandamál.

Berlín

Búinn að kaupa ferð, ein vika í Berlín. Allir sáttir eftir mikla leit og miklar pælingar var ákveðið að fara til Þýskalands. Allar sólarferðir  virtust vera uppseldar og að auki var misjafn áhugi á þannig ferð. Við komum til með að skoða borgin og næsta nágreni,  kíkja í búðir(sumir meira enn aðrir) borða góðan mat og vera bara saman Ég er bara farin að hlakka til. Vona bara að það sé farið að hlýna svolítið og allir verði hraustir. Man þegar við fórum til New York síðast að ég fékk svo miklar blóðnasir á göngu um helstu verslunargötuna og hnerrað svo með nefið hálf fullt af blóði. þá sá maður hvað einn hnerri getur gert ég allur í blóðsléttum og ekki glæsilegur til að fara með í allar þessar fínu búðir. Dætur mínar voru ekki lengi að redda málum, kaupa alklæðnað á kallin(engin fatastyrkur eins og góðir framsóknarmenn virðast þó almennt  hafa). Það er líka miklu betra að hafa pabba með og visakortið hans þegar maður fer í búðir.


Veiðiskýrslur

Var að skila veiðiskýrslu síðasta árs, verð að skila skýrslu þó ég veiði ekki neitt.

Verð alltaf fúll yfir því misrétti sem skotveiðimenn eru beittir einir manna að borga

rannsóknir á  sinni veiðibráð. Við borgum líka rannsóknir á refum og minkum þó

það verði seint taldar sportveiðar. Hversvegna borga stangveiðimenn  ekki veiðikort svo

þeir megi renna fyrir fisk?  Ég geri mér fulla grein fyrir þörf á rannsóknum á þessu sviði

og þörf okkar á sem réttustu upplýsingum um stofnstærðir. þetta er spurnin um hvort

ekki skuli jafnt yfir alla ganga.  Að lokum vil ég leggja til að veiðar álft verði leifðar í ljósi

mikillar fjölgunar á þeim stofni og þeim skaða sem þær geta og valda í ræktunarlöndum

bænda.

 


ferðalög

Við í þessari fjölskyldu höfum stundum notað páskafríið til að leggjast í ferðalög. Alicante, tvisvar til New York og nú var ætlunin að komast eitthvað. Nú er búið að liggja á netinu í heila viku til að finna ferð en þrátt fyrir allt þetta mikla framboð á ferðum hefur okkur ekki tekist til að finna ferð sem hentar áhugasviði allra fjölskyldumeðlima. Það sem við gætum hugsanlega sætt okkur við er alltaf uppselt. Sól um páskana, uppselt. Orlando, allt uppselt. Kannski Íslendingar séu búnir að fá nóg af myrkrinu og kuldanum, rokinu og rigningunni? Fjölskyldumeðlimir eru þó ekki alveg tilbúnir til að gefa ferðina upp á bátinn og því höldum við leitinni áfram. Þetta kennir manni að hafa meiri fyrirhyggju þegar maður planar ferðalög en í sannleika sagt hélt maður að ferðaframboðin væru slíkt að maður gæti stokkið hvert og hvenær sem maður vildi.

Góðar hugmyndir vel þegnar. Á meðan held ég leitinni áfram. b


Bara hans skoðun

Það voru fáir sem spáðu Arsenal titli í haust en þeir hafa sannað að þeir hafa

getuna til þess að fara alla leið. Ég held það lið sem verður heppnari með meiðsl sem

sendur uppúr í vor. 


mbl.is „United er líklegra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær fótboltadagur

Manu tapa fyrir West Ham  Arsenal vann Everton og komnir aftur á toppinn.

Tottenham vann Reding  frábær skemmtun, horfði á síðustu 30 mín. og það var mikið fjör.

Mörk á færibandi, vildi reyndar að Redding hefði skorað meira.

Mestu skiptir auðvitað að mínir menn unnu góðan sigur .


Vest Ham

Það eru engir smáleikir hjá íslendingaliðinu framundan, Manu. og Arsenal.

Vona að þeir taki stig í dag


mbl.is Eykur Manchester United forskotið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin

Þar sem ég horfi út um eldhúsgluggan minn og sé snjókornin fjúka hjá verður manni hugsað um hvað ég á gott. Alla mín ævi hefur mig aldrei liðið skort alltaf nógur matur klæði og heitt hús.  Alin upp í stórri fjöskyldu, þar sem góð heilsa og gæfa fylgir. Umvafin ást og hlýju alla daga .

Eignaðist mína eigin fjölskyldu konu, þrjá dætur, tengdason og barnabarn (annað á leiðinni).Er hægt að fara fram á meira. Mikið höfum við Íslendingar það annars gott þó auðvitað séu alltaf einhverjir 

sem minna mega sín af mörgum ástæðum og það á að vera skylda okkar að hlúa að þeim hópi fólks

og kannski ekki síst á jólum.  

Annars bara jólakveðjur til allra.

ps. voðalega verður maður annars meir á jólum.


diarra

Hjá Arsenal eru bestu menn notaðir en ekki skifti rugl eins og hjá sumum öðrum.

Þegar Diarra hefur verið að spila hefur frammistaða ekki verið nógu góð.


mbl.is Diarra vill yfirgefa Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

töpuð stig

Púllarar sárir, liðið kannski farið að hugsa um næstu leiki enda afar mikilvægir.

Hinsvegar get ég glaðst með löndum okkar í Reding og við Arsenalmenn eru bara kátir


mbl.is Reading vann góðan sigur á Liverpool, 3:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Þorkelsson
Hilmar Þorkelsson
er áhugamaður um allt mögulegt og ómögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband