Konan mín er fíkill

Við hin í þessari litlu fjölskildu eru komin að þessari niðurstöðu að konan og móðir tveggja barna minna er fíkill.Á kvöldin er við setjumst niður eftir amstur dagsins og horfum á sjónvarpið kemur mjög oft yfir hana einhver óróleiki hún á ið í sófanum stendur upp og leitar í skápum og hirslum á heimilinu. Efst á óskalistanum eru Djúpur (súkkulaðihjúpaður lakkrís) Toblerone After Eight og fleira í þeim dúr. Ef við hin eigum eitthvað í handraðanum er vissara að fela það mjög vel annars er hætt við að fíkillin komist í það og þá þarf ekki að spyrja að leiks lokum. Stundum fellur maður í þá gildru að vera meðvirkur og læða sér í skálina eða pokann en oftast reynir maður að vera sterkur og sleppa góðgætinu. En þrátt fyrir allt elskum við hana og reynum að styðja við bakið á henni. Höldum áfram að fela nammið og styðjum hana á alla lund

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum bara að takast á við þetta í sameiningu og hjálpa henni í gegnum þessa erfiðu tíma, ég segi nú ekki annað!

 Þín dóttir,

Heiðdís Inga

heiðdís inga (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 02:04

2 identicon

Flott blogg hjá þér Hilmar.  Þú kemur á óvart.  Já ég skil að þetta er erfitt með konuna og nammið og  ég veit að maðurinn minn skilur þig vel en það versta er að hann er ekki jafn sterkur  og þú og getur því ekki sleppt góðgætinu og er farinn að éta allt frá mér og er því eiginlega bara komin í enn verri mál en ég. Ég sendi þér því baráttukveðjur.

Kveðja

Þórdís mákona

Þórdís Þórisdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hilmar Þorkelsson
Hilmar Þorkelsson
er áhugamaður um allt mögulegt og ómögulegt
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband