Ekki nóu góður

Keane er bara ekki nógu góður fyrir alvöruklúbb eins og Liverpool telur sig vera.

Hann er góður í botnbaráttuna með Tottenham. 


mbl.is Benítez: Ákveðin áhætta tekin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil hann vel

 

Þetta var líka ömurlegur leikur og liðið vinnur ekki neitt með þessari spilamennsku.

Ég held að karlinn verði að taka upp veskið og kaupa miðjumann.


mbl.is Wenger aldrei reiðari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afastelpa fædd

Í gærkveldi hringdi lítil stúlka í mig og sagðist vera búin að fá litla systir. Fékk síðar sms frá foreldrunum svohljóðandi. Stúlka fædd kl. 20:54, 16. maí 4350 gr og 51.5 cm. Kv Eiki og Vilborg.

Við óskum þeim öllum til hamingju  með litlu prinsessuna og gangi þeim allt í haginn.        


sumar

Það er svo langt síðan ég bloggaði síðast að mér finnst það hafa verið harður vetur en maður er farinn að finna fyrir vorinu núna. Sólin hátt á lofti og allavega orðið fallegt gluggaveður. Gróður að lifna við og þessi undarlega sveitaþörf farin að gera vart við sig. Fara í sveitina, taka til hendinni moka skít og sinna lambfé. Finna lyktina af góðri töðu og af vorinu. Fá sér svo wisky staup með bóndanum til að ræða dægurmálin og koma endurnærður með sveitalikt í bæinn. Ég er strax farinn að hlakka til. 

Kvedja fra Berlin

Fjölskildan dvelur nu i Berlin vid godan kost og nitur dvalarinnar. Buin ad skoda margt medal annars fara i heimsokn til eins fraeasta berlinarbuans Knuts. Stulkurnar hafa adeins kikt i budir en litid verslad. Bid ad heilsa öllum.   

Konan mín er fíkill

Við hin í þessari litlu fjölskildu eru komin að þessari niðurstöðu að konan og móðir tveggja barna minna er fíkill.Á kvöldin er við setjumst niður eftir amstur dagsins og horfum á sjónvarpið kemur mjög oft yfir hana einhver óróleiki hún á ið í sófanum stendur upp og leitar í skápum og hirslum á heimilinu. Efst á óskalistanum eru Djúpur (súkkulaðihjúpaður lakkrís) Toblerone After Eight og fleira í þeim dúr. Ef við hin eigum eitthvað í handraðanum er vissara að fela það mjög vel annars er hætt við að fíkillin komist í það og þá þarf ekki að spyrja að leiks lokum. Stundum fellur maður í þá gildru að vera meðvirkur og læða sér í skálina eða pokann en oftast reynir maður að vera sterkur og sleppa góðgætinu. En þrátt fyrir allt elskum við hana og reynum að styðja við bakið á henni. Höldum áfram að fela nammið og styðjum hana á alla lund

vonbrigði

Ekki annað að gera en óska Manchestermönnum til hamingju með sigurinn þeir voru bara miklu betri í dag. Arsenal og Liverpoolmenn gráta í dag en eftir þennan dag kemur annar og við verðum að vona að þessi lið verði fljót að hressast, stórir leikir framundan.  Ömurlegt að horfa uppá Eboe vona að hann verði seldur sem fyrst. Hann hefur ekki þann karakter að bera sem við viljum hjá Arsenal.
mbl.is Man Utd tók Arsenal í kennslustund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama sagan

Sama gamla góða sagan íhaldið sér um sína. Ég get tekið undir það að best væri að senda gamla góða Villa til Kanada í staðin. Reykvíkingar verða að fara að fá starfhæfa sveitarstjórn og það fyrr en seinna.
mbl.is Markús Örn skipaður forstöðumaður Þjóðmenningarhúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

frábær hugmynd

Mér finnst þetta vera frábæra hugmynd og þetta væl um útlendinga í enska boltanum finnst mér óskiljanlegt. Hver myndi nenna að horfa á boltann ef við hefðum bara enska miðlungsmenn í boltanum  Hvers vegna halda menn að þessir útlendinga séu að spila í Englandi. Öll liðin að fá betri leikmenn sem gerir boltann bara skemmtilegri. 

  .  

 

 


mbl.is Platini: Þetta er brandari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðir dagar

Framundan er 2 erfiðir dagar bolludagur og sprengidagur. Fyrst stanslaust bolluát og síðan           feit saltkjötið,hvort tveggja  matur sem ekki er hægt að sleppa.þegar það er skoðað að maður hefur náð því markmiði (sem ekki var stemmt að )að vigtin fari í þriggja stafa tölu. Sá góði ásetningur að léttast aðeins virðist verða sífellt erfiðari og erfiðari, endalausar veislur og sífellt hærri tala á vigtinni. Samt skal sá dagur renna upp að ég léttist það verður bara lengra í það en ég vildi sjálfur.    Að öðru leiti þá hef ég það bara gott kominn í  tveggja vikna vetrarfrí og vantar kannski bara verkefni í því.  


Næsta síða »

Höfundur

Hilmar Þorkelsson
Hilmar Þorkelsson
er áhugamaður um allt mögulegt og ómögulegt
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband